Dagbók ljósmyndara
Kaupa Í körfu
Í strætó _____________________________________________ 23.02.2001.Rússland.Síbería.Norlisk.Í dag þurfti ég að bregða mér milli bæja sem og svo oft áður en vegna veðurs komst ég hvorki lönd né strönd . Ég fékk því far með stórum Úraltrukk en við urðum að skilja Volguna eftir . Veðrið var svona eins og venjulegt íslenskt vetrar veður skafrenningur með vindi 15 til 20 metrar á sek , en munurinn var þó sá að hitastigið var - 32 . Að vinnudegi loknum þurfti ég að koma mér aftur til baka til Dutninka , en ég tímdi ekki að leigja trukk aftur þannig að ég tók strætó . Leiðin milli þessara tveggja borga er ekki löng rétt rúmir 90 km en við þessar aðstæður er ekki farið hratt yfir, auk þess eru rússneskir strætisvagnar engir sportbílar. Vagninn var troðfullur, en fólkið þjappaði sér saman eins og síld í tunnu. Vagninn silaðist af stað og svefnin sigraði suma. Þessari konu var greinilega að dreyma etthvað skemtilegt því hún umlaði hátt annaðslagið og geiplaði á sér munninn . Ég gat ekki annað en skelltuppúr í eitt skiptið og uppskar nokkur bros frá samferðamönnum mínum. Tveimur og hálfri klukkustund síðar var ferðinni lokið og ég gat rétt úr mér og haldið mína leið heim á hótel . Ég skipti um hótel í annað sinn í morgun og herbergið sem ég fékk er með baði (allgjör lúxus) ég er búinn að þrá bað allveg síðan ég kom hingað .Venjulega er vaskur látinn næja en þetta er nú heldur ekki beint fjölfarinn ferðamannastaður .
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir