Dagbók ljósmyndara
Kaupa Í körfu
Sérkennilegt veitingahús SÍBERÍU, Rússlandi. 28. febrúar 2001. Allt er breytingum háð jafnvel hér langt fyrir norðan heimskautsbaug. Þegar ég var að rölta um bæinn í dag rakst ég á þennan sérkennilega veitingastað. Ekki vantar nú útsjónarsemina, ekki nóg með að eigandinn yrði sér út um nokkur þúsund rúblur með Coke-auglýsingu heldur leysti hann húsnæðisvanda sinn með því að kaupa sér gamlan olíutank og innrétta hann sem veitingahús. ENGINN MYNDATEXTI./ 24.02.2001.Rússland.Síbería.Allt er breitingum háð jafnvel hér langt fyrir norðan heimskautsbaug.Þegar ég var að rölta um bæinn í dag rakst ég á þennan sérkennilega veitingastað. Ekki vantar nú útsjónarsemina, ekki nóg með að eigandinn yrði sér útum nokkur þúsund rúplur með Coke auglýsingu heldur leysti hann húsnæðisvanda sinn með því að kaupa sér gamlan olíutank og innrétta hann sem veitingahús . Heimamenn eru alvanir þvílíkum lausnum , en mér varð æði starsýnt á fyrirbrigðið. Annars er ég núna að reyna að komast aftur til Moskvu en það lítur ekki gæfulega út með það þessa stundinna . Það er ófært með flugi og hinn möguleikinn er ísbrjótur til Murmask,sem er talsvert langt fyrir vestan Tamír skagan og talsvert sunnar. Hingað liggja eingir vegir né járnbrautir nema bara innan svæðis.Ég á nú von á að þetta leysist fljótlega, annars væsir svosem ekki um mig rússarnir vinir mínir leggja sig í líma að hugsa vel um útlendinginn.
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir