Móngólía

Þorkell Þorkelsson

Móngólía

Kaupa Í körfu

Hörmungarnar í Mongólíu Miklir kuldar og hörkur eru í Mongólíu, annað árið í röð, og það sem af er vetri hefur á aðra milljón gripa fallið úr hor./Þessi bóndi, Tudev að nafni, sem stumrar hér yfir dauðum nautgripum..._____________________ _________ 03.03.2001. Mikklar vetrarhörkur ,frost og þikkur snjór hafa valdið því að yfir milljón og þrjúhundruðþúsund dýr einkum kýr geitur og sauðfé hefur drepist.Þessi mynd er tekinn Hairhan bag í norðvestur hluta landsinns sem auk þess að vera lang afskektasta hérað landsinns , hefur það einnig orðið langverst úti þar sem snjóþikkt verður hvergi meiri eða allt að 50 cm . Frostið í vetur hefur farið niðurfyrir -50 gráður annan veturinn í röð. Það gefur því að skilja að búfénaði er allgerlega ómögulegt að krafla sig niðrúr snjónum til að ná í æti. Lífsafkoma u.þ.b 120.000. fjölskyldna er ógnað , ekki eingöngu bænda heldur fólks í þéttbýli einnig þar sem Móngólía er mikið landbúnaðar land. Vonleisið er mikið enda er það versta ekki búið en . Búast má við því að tala dauðra dýra eigi eftir að fara í 6 miljón dýr á landsvísu áður en yfir líkur. Á mörgum stöðum er ekki komin nægileg beit fyrr en í maí eða jafnvel byrjun júní .( eftir landsvæðum ) . Þessi bóndi(hirðingi) var búinn að missa meira en helming síns bústofns u.þ.b 150 skeppnur .Þess má geta að kjöt af sjálfdauðum skepnum sem drepast úr hungri er ónýtt til matar. Ýmsar hjálparstofnannir s,s rauðikrossinn hafa reynt að bregðast við vandanum en ljóst er að mun meira þarf til til að duga megi.í þessari girðingu voru fjórar kýr á lífi að kvöldi , í morgun voru þrjár þeirra dauðar.Auk þess má sjá hræ af fjórum kindum á myndinni sem einnig drápust um nóttinna . Svona er þetta flestar nætur sagð Tudev . Ég kvíði því að fara á fætur til þess eins að horfa uppá þetta ,ég vona bara að við höfum þetta af framm á vorið. Ég hef fyrir sjö munnum að sjá sagði hann og ekki leindi sér að honum hreis hugur við vandanum en hann reyndi þó að bera sig vel.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar