Dagbók ljósmyndara

Þorkell Þorkelsson

Dagbók ljósmyndara

Kaupa Í körfu

Norðvestur-Mongólía. 5. mars 2001. Á ferð minni um Norðvestur-Mongólíu lengst uppi í fjöllum varð á vegi mínum þessi granítstytta sem mongólskur samferðamaður minn, Disgeldo, segir að sé frá fimmtu öld. Á þeim tíma munu Tyrkir hafa búið hér og styttur sem þessi þá verið mjög algengar. Talið er að stytturnar hafi verið settar upp, ýmist til að afmarka landsvæði hvers ættbálks eða til að fæla óvini í burtu. Munurinn felst í því að þær sem ætlaðar voru til varnar óvinum báru gjarnan tilhöggvin vopn, t.d. hníf eða sverð. Í einhverjum tilfellum voru styttur gerðar til dýrðar ríkjandi höfðingja. Þau mynstur eða tákn sem höggin voru í stytturnar hafa máðst út að mestu en þó má enn greina útlínur vopna og einhverja andlitsdrætti á þessari styttu. Það sem ef til vill hefur bjargað henni frá eyðileggingu er að hér eru nánast engar mannaferðir fyrir utan hirðingja. Margar styttur þessarar tegundar hafa verið eyðilagðar, einkum þær sem fundist hafa nálægt borgum og bæjum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar