Dekkjaskipti á dekkjaverstæði Kletts í Sóltúni

Dekkjaskipti á dekkjaverstæði Kletts í Sóltúni

Kaupa Í körfu

Þetta er hressileg törn og dagarnir eru oft langir,“ segir Þórður Þrastarson á dekkjaverk- stæði Kletts við Hátún í Reykja- vík. Frá og með 15. apríl eru negld vetrardekk undir bílum bönnuð, en lögregla horfir þó til aðstæðna og ökumenn hafa svig- rúm til dekkjaskipta eitthvað fram á vorið. „Nú þegar snjóföl er yfir í bænum hægði aðeins á hjá okkur á verkstæðinu, en svo fer þetta fljótlega aftur á fullt,“ tiltekur Þröstur. Hann segir um fjórðung bíla í umferðinni vera á heils- ársdekkjum, en að sínu mati sé þó best að skipt sé á dekkjum milli sumars og veturs. Margir séu með neglda hjólbarða, en umhverfissjónarmið ráði nokkru um að slík séu á undanhaldi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar