Frönsk þyrla tekur á loft frá Reykjavíkurvelli

Frönsk þyrla tekur á loft frá Reykjavíkurvelli

Kaupa Í körfu

Tilraunaþyrla í stuttu stoppi Tilraunaþyrla Airbus fór frá Reykjavíkurflugvelli snemma í gærmorgun en hún kom hingað til lands frá Kanada síðastliðið mánudagskvöld eftir að hafa verið við prófanir þar við krefjandi aðstæður. Þyrlan er af gerðinni Airbus H175 en samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni var hún geymd í flugskýli Gæslunnar á Reykjavíkurflug- velli auk þess sem áhöfnin fékk þar aðsetur. Talsmaður Airbus segir áhöfn þyrlunnar hafa verið að prófa nýja gerð afísingarbúnaðar í Kanada, svokallaðs FIPS. Á búnaður þessi að tryggja að hægt sé að fljúga þyrlunni við afar krefj- andi aðstæður og í mikilli flughæð, eða allt að tíu þúsund fetum. Búnaðurinn hreinsar ís og snjó af bæði aðal- og stélspaða þyrlunnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar