Blöðruselur á Húsavík

Ragnar Axelsson/Rax

Blöðruselur á Húsavík

Kaupa Í körfu

Áhöfnin á Haferninum ÞH 26 var að ljúka löndun á Húsavík í gær þegar ljósmyndara Morgunblaðsins bar að. Aflinn var fremur tregur, ekki nema um 900 kíló af fiski og einn blöðruselur sem flækst hafði í trossu. Blöðruselir hafa oft gert sjómönnum á Skjálfanda lífið leitt því selirnir hafa komist upp á lag með að kviðbíta fisk í netum og sjúga úr honum lifrina. Þessi selur hafði þó ekki náð að skemma neitt af fiski áður en hann festist sjálfur í netinu. Þeir á Haferninum sögðu að blöðruselir væru mikið á miðunum fyrir norðan fram í miðjan febrúar, þá létu þeir sig hverfa. Svo kæmu þeir aftur á vorin og væru þá miklu skæðari í að ræna sér lifur. Þeir Sigfús Jónsson (t.v.) og Hreiðar Jónsson (t.h.) sögðu að þessi selur væri fremur lítill af blöðrusel að vera. Selurinn verður nýttur í hákarlabeitu á Húsavík.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar