Ríkisstjórnarfundur

Ríkisstjórnarfundur

Kaupa Í körfu

Svandís komin úr veikindaleyfi. Boðað var til ríkisstjórnarfund- ar með örskömmum fyrirvara í gær og var hann haldinn um hálffjögurleytið í Skuggasundi 3, þar sem ríkisstjórnin heldur nú fundi sína. Boðun fundarins vakti mikla athygli, þar sem Katrín Jakobs- dóttir forsætisráðherra íhugar nú hvort hún eigi að bjóða sig fram til forseta. Þingflokkar bæði Framsóknar- flokks og Sjálfstæðisflokks funduðu um morguninn vegna mögulegs framboðs Katrín- ar, en hún segir í samtali við Morgunblaðið í dag að hún muni tilkynna á allra næstu dögum hvort hún lætur verða af forseta- framboðinu. Tilefni ríkisstjórnarfundarins var hins vegar af allt öðrum toga, þar sem hann snerist um að samþykkja breytingu á forsetaúrskurði svo að Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra gæti snúið aftur til starfa úr veikindaleyfi sínu. Katrín, Svandís og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir há- skóla-, iðnaðar- og nýsköpun- arráðherra sjást hér glaðar í bragði í Skuggasundi að fundi loknum

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar