Matarauður Vesturlands - Akranes

Matarauður Vesturlands - Akranes

Kaupa Í körfu

Bæjarstjórinn bauð upp á ógerilsneydda mjólk beint af tanknum á matarmarkaði á Akranesi. Grjótkrabbabollur, geitaostur, andaregg, hvítlaukssalat, ábrystur, konfekt og reykt sauða- kjöt voru meðal þeirra afurða sem buðust á matarmarkaði sem haldinn var á Akranesi í gær. Þangað mætti matargerðarfólk víða af Vesturlandi með afurð- ir sínar; kynnti þær og seldi. Mættu margir á markaðinn sem var í gamla HB-húsinu þar sem nú er starfsemi Breiðar – þró- unarfélags. Meðal þeirra sem á mark- aðnum voru í gær var Harald- ur Benediktsson bæjarstjóri á Akranesi og Lilja Guðrún Eyþórsdóttir kona hans. Þau eru bændur á Vestari-Reyni, skammt frá Akranesi, og mættu beint úr mjöltum á markaðinn. Gáfu þar fólki ógerilsneydda og ófitusprengda mjólk að smakka og voru viðtökur hinar bestu eins og vænta mátti.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar