Rudy Garcia-Tolson

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Rudy Garcia-Tolson

Kaupa Í körfu

12 ára bandarískur drengur gestur á Íslandsmóti fatlaðra í sundi. Ég vil hvetja öll fötluð börn til að taka þátt í íþróttum miðað við getu og umfram allt aldrei að gefast upp heldur láta draumana rætast," sagði Rudy Garcia-Tolson, sem hingað er kominn frá Kaliforníu. Hann er hér í boði Össurar hf. og keppir sem gestur á Íslandsmóti fatlaðra í sundi, sem fram fer í Sundhöllinni um helgina, en hann notar vörur frá fyrirtækinu. Rudy er tólf ára og ótrúlega kraftmikill og lætur ekkert stoppa sig enda er kjörorð hans; "Hugrekki er öflugt vopn." Myndatexti: Rudy var fimm ára er hann missti báðar fætur um mið læri. Þrátt fyrir það keppir hann í sundi, hjólreiðum og hlaupi með góðum árangri

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar