Grindavík

Grindavík

Kaupa Í körfu

Á annað hundrað viðbragðsaðila komu að aðgerðum í Grindavík Mikill fjöldi viðbragðsaðila kom að björgunaraðgerðum í Grindavík í gær er maður féll niður um djúpa sprungu sem opnaðist. Enginn sjónarvottur var að slysinu. Maðurinn var að þjappa niður jarðvegi í sprungu er slysið varð. Markmið vinnunnar var að tryggja öryggi umhverfisins og hússins við sprunguna. Tengdist það vinnu við tjónamat og öryggis- aðgerðum á vegum Náttúruhamfaratryggingar Íslands. Vel á annað hundrað viðbragðsaðila tóku þátt í aðgerðunum en þeim var ekki lokið er blaðið fór í prentun.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar