Alfreð Gíslason

Skapti Hallgrímsson

Alfreð Gíslason

Kaupa Í körfu

eikmenn og þjálfari THW Kiel, Alfreð og Aron Pálmarsson í þeim hópi, skrýddust forláta flugmannabúningum á laugardaginn var; mættu þannig klæddir á ráðhússsvalir borgarinnar þar sem þúsundir manna höfðu safnast saman til þess að hylla hetjurnar. Kiel er handboltabær; THW er helsta íþróttalið borgarinnar og stolt íbúanna. Talið er að á milli 20 og 30 þúsund manns hafi verið saman komnir í miðbæ Kiel þetta kvöld. Í hátíðahöldunum miðjum renndu meistararnir göllunum niður og við blasti bolur þar sem minnt var á hið einstaka afrek liðsins. Svo var talað, sungið og gert að gamni sínu. Stemningin frábær, eins og skiljanlegt var. MYNDATEXTI Fimm fræknir bræður á Akureyri í ársbyrjun 1980. Þeir höfðu þá allir keppt fyrir Íslands hönd í ýmsum íþróttagreinum. Aftari röð frá vinstri: Hjörtur Gíslason, Alfreð og Gunnar. Fyrir framan eru tvíburarnir Garðar og Gylfi.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar