Klæddust skautbúningum

Halldór Sveinbjörnsson

Klæddust skautbúningum

Kaupa Í körfu

Landsþing Kvenfélagasambands Íslands, hið 40. í röðinni, var sett í Ísafjarðarkirkju í gærkvöldi. Fjöldi kvenna mætti þar í skautbúningum, eins og þær höfðu verið hvattar til. Alls eru rúmlega 220 kvenfélagskonur af öllu landinu skráðar á landsþingið, sem haldið verður á Ísafirði um helgina. Að lokinni þingsetningu í kirkjunni héldu konurnar yfir í Edinborgarhúsið í móttöku, en þar verður þingið haldið í dag og á morgun. Sýning á þjóðbúningum og erindi um sögu þeirra verður einmitt hluti dagskrár vinnustofu í dag, en áhugi á búningnum hefur aukist verulega hin síðari ár. Á morgun munu kvenfélagskonur m.a. ræða stöðu kvenna af erlendum uppruna.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar