Spursmál

Spursmál

Kaupa Í körfu

Gestir Spursmála að þessu sinni eru þau Áslaug Arna Sigur björnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunar ráðherra, Bergþór Ólason, þingflokksformaður Miðflokksins, og Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Gengið hefur verið út frá þeim möguleika að Íris muni gefa kost á sér í næstu alþingiskosningum. Segist hún sjálf ekki útiloka þann möguleika en mikið hefur verið skrafað um fyrir hvaða stjórnmálaflokk hún færi fram og hafa Samfylkingin og Viðreisn verið þránefnd í því samhengi. Íris útilokar ekkert í þeim efnum og segist enn ekki hafa tekið ákvörðun um tiltekinn flokk. Fram boð hennar myndi fyrst og fremst ráðast af málefnum fremur en flokkum. Þátturinn að þessu sinni er með nokkuð óhefðbundnu sniði. Óvenjulegir tímar í íslenskum stjórnmálum kalla á óvenjulegar ráðstafanir við að tryggja lesendum mbl.is nýjustu og ferskustu tíðindin af hinu pólitíska sviði

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar