Svanir þiggja gott í gogginn í kuldanum

Karítas Sveina Guðjónsdóttir

Svanir þiggja gott í gogginn í kuldanum

Kaupa Í körfu

Hinn forni siður Reykvíkinga að gefa öndunum og álftunum við Reykjavíkurtjörn brauð er enn haldinn í heiðri, jafnvel þótt mælst hafi verið til þess í seinni tíð að fólk láti af honum, í það minnsta að vori til. Fuglarnir kunna hins vegar vel að meta örlæti borgarbúa, ekki síst nú þegar kólnað hefur hressi lega í veðri, en frost mældist í gær á bilinu 3-6 gráður. Gert er ráð fyrir að áfram verði frost á höfuðborgarsvæðinu í dag sem og um allt land, en á morgun, sunnudag, er aftur á móti gert ráð fyrir sex stiga hita, en að vísu með nokkurri rigningu. Þessar tignarlegu álftir létu sér hins vegar allar slíkar spár í léttu rúmi liggja þegar ljósmyndari Morgunblaðsins átti leið hjá Tjörninni og kepptust við að ná til sín brauðinu sem fyrst

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar