Spursmál

Spursmál

Kaupa Í körfu

Bjarni Benediktsson hefur verið formaður Sjálfstæðis flokksins frá 2009. Í fyrsta sinn í ellefu ár er hann í stjórnarandstöðu. Mun hann halda áfram sem formaður á nýju ári og hvenær fer lands fundur fram? Svara við þess um spurningum er leitað í nýjasta þætti Spursmála. Í þættinum mun Bjarni einnig svara spurningum um þá ákvörðun sína að efna til kosninga hinn 30. nóvember síðastliðinn. Voru það mistök af hans hálfu eða var ákvörðunin óhjákvæmileg? Eins er Bjarni spurður út í efni nýs stjórnarsáttmála Sam fylkingar, Viðreisnar og Flokks fólksins. Í fyrri hluta þáttarins er rætt við þau Björn Inga Hrafnsson ritstjóra Viljans og Vigdísi Häsler, verkefnastjóra Kleifa fiskeldis á Siglufirði. Þar rýna þau í pólitíkina, bæði í það sem gerst hefur nú þegar en einnig spá þau í spilin um það sem fram undan er.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar