Erlingur Haraldsson ísar fisk

Rax /Ragnar Axelsson

Erlingur Haraldsson ísar fisk

Kaupa Í körfu

ERLINGUR Haraldsson, sem þarna ísar fisk á bryggjunni í Ólafsvík, hefur séð það betra um dagana því aflinn var heldur lélegur að þessu sinni. Tæplega 240 bátar voru á sjó um áttaleytið í gærkvöld, þar af um 100 stærri skip. Að sögn skipstjórans á línubátnum Sighvati GK 57 hefur verið dræm veiði hjá línuflotanum að undanförnu enda flæðir loðnan yfir þannig að fiskurinn er veikur og tekur ekki krókana. Hann áætlaði að aflinn hafði verið í kringum fimm tonn á dag síðustu daga og taldi að svipaða sögu mætti segja af öðrum línubátum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar