Vor

Ragnar Axelsson

Vor

Kaupa Í körfu

ÆÐURIN er staðfugl hér við land og mjög félagslynd. Hún er mestan hluta ársins bundin sjó, einkum meðfram ströndum, og hefur reyndar allt lífsviðurværi sitt þaðan. Íslenski stofninn er talinn hafa að geyma 200-300 þúsund varppör. Og hér við land eru að auki vetrarstöðvar og sennilega fellistöðvar æðarfugla frá Austur-Grænlandi og Svalbarða. Að vetrarlagi geta æðarhóparnir verið þúsundir fugla og eins er því farið þessa blíðviðrisdaga, ef litið er út á haf frá Gróttu. Snemma vors gengur æðurin á land í auknum mæli, í fjöruna til að byrja með, eins og til að búa sig undir aukna dvöl á þurru yfir varptímann. Og þar getur orðið margt um fuglinn. Svo gerist hún djarfari og fer ofar og innar þegar líða tekur að sjálfum eggjatíma, sem er breytilegur eftir landshlutum, en víðast hvar þó í hálfnuðum maí. Þessi mynd, sem á að minna okkur á að vorið er innan seilingar, var tekin í fjöruborðinu við Gróttu, og sýnir æðarblika að hafa sig til fyrir kollurnar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar