Nautgripir á Ytri-Reistará

Kristján Kristjánsson

Nautgripir á Ytri-Reistará

Kaupa Í körfu

Vetur konungur minnti á sig VETUR konungur minnti enn og aftur á sig á Norðurlandi í gær, en snjór var yfir öllu og kuldalegt um að litast þegar Eyfirðingar risu úr rekkju og gáðu til veðurs./Flestir bændur í firðinum höfðu komið búpeningi sínum í hús áður fór að kólna, en þó mátt sjá einstaka ær með lömb, nautgripi og hross í högum. MYNDATEXTI: Leiðindaveður var í Arnarneshreppi í gærmorgun og nokkur ofankoma. Nautgripirnir á Ytri-Reistará sneru því afturendanum upp í vindinn og létu sér fátt um finnast enda ýmsu vanir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar