Lamb í haga í Kræklingahlíð

Kristján Kristjánsson

Lamb í haga í Kræklingahlíð

Kaupa Í körfu

Vetur konungur minnti á sig VETUR konungur minnti enn og aftur á sig á Norðurlandi í gær, en snjór var yfir öllu og kuldalegt um að litast þegar Eyfirðingar risu úr rekkju og gáðu til veðurs./Flestir bændur í firðinum höfðu komið búpeningi sínum í hús áður fór að kólna, en þó mátt sjá einstaka ær með lömb, nautgripi og hross í högum. MYNDATEXTI: Lamb Flestir bændur í Eyjafirði höfðu tekið búfénað sinn í hús eftir að fór að kólna í vikunni en þó sáust nokkrar ær með lömb í haga í Kræklingahlíð norðan Akureyrar í gærmorgun og voru lömbin hin sprækustu þótt kalt væri í veðri og jörð nánast hvít.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar