Þórsarar æfa knattspyrnu á Akureyri

Kristján Kristjánsson

Þórsarar æfa knattspyrnu á Akureyri

Kaupa Í körfu

Aðeins nothæfur völlur á Grenivík KNATTSPYRNUMENN í Eyjafirði og reyndar víðar á Norðurlandi eru ekki öfundsverðir þessar vikurnar. Vallaraðstæður á Akureyri eru mjög slæmar og svo slæmar að KA og Þór þurfa að leita út fyrir bæjarfélagið eftir aðstöðu. Þórsarar hafa m.a. æft á sandeyrunum norðan við Hrafnagil í Eyjafjarðarsveit, nánar tiltekið í árfarvegi Eyjafjarðarár, og þá sækja flest lið núorðið til Grenivíkur þar sem er eini boðlegi knattspyrnuvöllurinn á svæðinu og er hann reyndar mjög góður um þessar mundir. MYNDATEXTI: Leikmenn Þórs á æfingu á sandeyrum við Eyjafjarðará, skammt norðan við Hrafnagil.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar