Siglingakeppni í Fossvoginum

Siglingakeppni í Fossvoginum

Kaupa Í körfu

Krakkar á kænum ÞAÐ var líf og fjör í Fossvoginum á dögunum þegar félagar í Siglingaklúbbnum Ými í Kópavogi héldu upp á þrjátíu ára afmæli félagsins ásamt fjölskyldum sínum. Félagið er þekkt fyrir öflugt starf og kepptu unglingar með sér í kænusiglingum eftir að hafa gleypt í sig grillmat. Þessir strákar, sem kannski eru siglingakappar framtíðarinnar, virtust svo sannarlega kunna að haga seglum eftir vindi, en ósagt skal látið hvort þeir hafa borið sigur úr býtum. ENGINN MYNDATEXTI.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar