Hafnarborg - Menningarmálanefnd

Jim Smart

Hafnarborg - Menningarmálanefnd

Kaupa Í körfu

Menningarmálanefnd Hafnarfjarðar úthlutar í Hafnarborg Þrjátíu styrkir veittir í ár 30 EINSTAKLINGAR, tvenndir eða hópar, hlutu styrki Menningarmálanefndar Hafnarfjarðar að þessu sinni. Voru þeir afhentir við viðhöfn í Hafnarborg. Þetta eru Kvennakór Hafnarfjarðar, Lúðrasveit Tónlistarskólans, Kammersveit Tónlistarskólans, Söngsveit Hafnarfjarðar, Gaflarakórinn, Kór eldri Þrasta, Tríó Reykjavíkur, Kór Hafnarfjarðarkirkju, Collegium Musicum, hljómsveitin Úlpa, Guðrún Birgisdóttir og Elísabet Waage, Ingunn Hildur Hauksdóttir og Þórunn Guðmundsdóttir, Ólafur B. Ólafsson, Þórunn Sigþórsdóttir og Þórunn Stefánsdóttir fyrir tónlist; Gústav Geir Bollason og Jóhann Ludwig Torfason, Jean Posocco, Margrét Guðmundsdóttir og Sjóminjasafn Íslands vegna sýningahalds; Haraldur Sigfús Magnússon, Steinunn Þorsteinsdóttir, Söguspekingastiftið (Örn Hrafnkelsson og Þorfinnur Skúlason) og William Freyr Huntingdon-Williams til bókaútgáfu; Ásgeir Long, Botnleðja og Kvikmyndasafn Íslands vegna myndmiðla; Leikfélag Flensborgarskólans, María Eiríksdóttir (Baðstofa Hafnarfjarðar), félagsmiðstöðin Setrið og Vestnorræna menningarhúsið vegna annarrar starfsemi. Sérstaka viðurkenningu hlaut Ingibjörg Einarsdóttir frá Skólaskrifstofu Hafnarfjarðar fyrir framlag sitt til Stóru upplestrarkeppninnar. Í menningarmálanefnd eru Kristinn Andersen formaður, Ólöf Pétursdóttir, Helga Ragnheiður Stefánsdóttir, Gísli Ó. Valdimarsson og Ása Björk Snorradóttir. Menningarfulltrúi er Berglind Steinsdóttir. EKKI ANNAR TEXTI.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar