Réttarholtsskóli

Jim Smart

Réttarholtsskóli

Kaupa Í körfu

Höskuldur Pétur Halldórsson ásamt umsjónar- og íslenskukennara sínum, Guðrúnu Guðnadóttur, og Haraldi Finnssyni skólastjóra. AÐEINS einn nemandi náði þeim árangri að fá 10 í einkunn í íslensku á samræmdum prófum 10. bekkinga í ár, en það var Höskuldur Pétur Halldórsson nemandi í Réttarholtsskóla. Auk þess fékk hann einkunnina 10 í stærðfræði og sænsku og 9,5 í ensku og var eðlilega sáttur við árangurinn í spjalli við Morgunblaðið og ekki síst með einkunnina í íslensku þar sem prófið var nokkuð erfitt. "Ég hef alltaf reynt að tala rétt og síðan á ég frekar auðvelt með að læra málfræði. Það var mjög mikið af erfiðum spurningum á prófinu en ég náði samt alltaf að sjá í gegnum spurningarnar og finna rétta svarið."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar