Bíómynd

Sigurður Jökull

Bíómynd

Kaupa Í körfu

ANDI liðinna tíma sveif yfir vötnum í Hellisgerði í Hafnarfirði í gær, þegar atriði fyrir kvikmyndina Mávahlátur sem á að gerast í 17. júní hátíðarhöldunum árið 1952 var tekið upp. Um eitthundrað aukaleikarar á öllum aldri klæddu sig því upp á gamla mátann til að gera atriðið raunverulegt. Fimleikasýning, reiptog og dansleikur við hljómsveitarpallinn eru meðal þeirra atriða sem tekin voru upp í gær. Kristín Marja Baldursdóttir skrifaði bókina sem handritið er gert eftir. Ágúst Guðmundsson leikstjóri myndarinnar segir að tökur hafi gengið mjög vel. Hann segir að nú sé eftir að taka upp þau atriði myndarinnar sem gerast að sumri til, en gert er ráð fyrir að síðasti tökudagur verði á morgun.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar