Hljóðfæraleikarar af annari kynslóð

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Hljóðfæraleikarar af annari kynslóð

Kaupa Í körfu

Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni Á TÓNLEIKUNUM annað kvöld og á laugardag vill svo skemmtilega til, að átta hljóðfæraleikarar sem leika með eru af annarri kynslóð sinfóníuhljómsveitarinnar, það er að segja börn fyrrverandi og núverandi hljóðfæraleikara með sveitinni. /Á myndinni má sjá frá vinstri í aftari röð Laufeyju Pétursdóttur, lágfiðluleikara, dóttur Péturs Þorvaldssonar, sellóleikara; Guðrúnu Hrund Harðardóttur, lágfiðluleikara, dóttur Ingu Rósar Ingólfsdóttur, sellóleikara; Odd Björnsson, básúnuleikara, son Björns R. Einarssonar, básúnuleikara; Stefán Jón Bernharðsson, hornleikara, son þeirra Bernharðs Wilkinson, þverflautuleikara og aðstoðarstjórnanda hljómsveitarinnar og Ágústu Jónsdóttur, fiðluleikara; og systurnar Pálínu Árnadóttur, fiðluleikara, og Margréti Árnadóttur, sellóleikara, sem eru dætur Árna Arinbjarnarsonar, fiðluleikara. Í fremri röðinni eru frá vinstri: Elfa Rún Kristinsdóttir, fiðluleikari, dóttir Lilju Hjaltadóttur, fiðluleikara; Þórdís Stross, fiðluleikari, dóttir Ásdísar Þorsteinsdóttur, fiðluleikara; og Guðmundur Hafsteinsson, sonur Hafsteins Guðmundssonar, fagottleikara.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar