16. júní - Kvennahlaup ÍSÍ

16. júní - Kvennahlaup ÍSÍ

Kaupa Í körfu

ÞÚSUNDIR kvenna á öllum aldri tóku þátt í Kvennahlaupi ÍSÍ í gær. Hlaupið var á meira en 100 stöðum, bæði hér á landi og erlendis. Aðalhlaupið var ræst í blíðskaparveðri í Garðabæ klukkan 14 en einnig var hlaupið víðsvegar um land sem og erlendis þar sem íslenskar konur eru staddar. Meðal þeirra voru um 30 íslenskar konur sem eru á kvennaráðstefnunni Konur og lýðræði í Vilnius í Litháen. Þær hlupu í gærmorgun og var vegalengdin ekki mæld en allar komust í mark þótt sumar færu sér hægt enda skóbúnaður frekar ætladur til funda en hlaups. Einnig var hlaupið í Ungverjalandi en þar er kór Víkurkirkju á ferð og tóku konurnar í hópnum sig til og hlupu snemma í gærmorgun í sól og 25 stiga hita.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar