100 ára afmæli Kristínar á Akureyri

Rúnar Þór

100 ára afmæli Kristínar á Akureyri

Kaupa Í körfu

Kristðín E. Ólafsdóttir fagnaði 100 ára afmæli sínu Góð heilsa og létt lund skipta mestu KRISTÍN E. Ólafsdóttir á Akureyri hélt upp á 100 ára afmæli sitt í gær, föstudaginn 6. júlí í fríðum hópi vina og vandamanna. Kristín fæddist í Fljótum árið 1901, en ólst upp í Flókadal þar til hún fluttist með foreldrum sínum, Björgu Halldórsdóttur og Ólafi Eiríkssyni til Siglufjarðar. Þar í bæ stundaði hún síldarvinnu og hafði gaman af, en hún segir Siglfirðinga vera gott fólk og glaðlynt. Fjölskyldan fluttist síðar til Akureyrar þar sem Kristín hefur alið allan sinn aldur. Hún giftist Jón Pálssyni trésmið árið 1922 og eignuðust þau tvö börn, Bergþóru sem búsett er á Akureyri og Arngrím sem býr í Reykjavík. MYNDATEXTI: Sigríður Stefánsdóttir, staðgengill bæjarstjóra, flutti Kristínu E. Ólafsdóttur kveðju frá Akureyrarbæ. /////////////////// Sigríður Stefánsdóttir staðgengill bæjarstjóra flutti Kristínu kveðju frá Akureyrarbæ. Ljósm Morgunblaðið Rúnar Þór Afmælisbarnið Kristín ásamt sambýliskonunni Jóhönnu sem nú er 101 árs.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar