Sonia Gandhi og Ólafur Ragnar Grímsson

Sverrir Vilhelmsson

Sonia Gandhi og Ólafur Ragnar Grímsson

Kaupa Í körfu

Sonia Gandhi í einkaheimsókn á Íslandi Segir ekki tímabært að hugsa um embætti forsætisráðherra SONIA Gandhi, formaður Kongressflokksins á Indlandi, kom í stutta einkaheimsókn til Íslands á laugardag í boði Ólafs Ragnars Grímssonar forseta Íslands og stóð hún fram á sunnudag en þá hélt Gandhi áleiðis til Bandaríkjanna. MYNDATEXTI: Ólafur Ragnar Grímsson og Sonia Gandhi, ásamt fylgdarliði, ræða við blaðamenn á Bessastöðum á laugardag. Sonia Gandhi er hér í einkaheimsókn í boði Ólafur Ragnars og er þetta í fyrsta sinn sem hún kemur til landsins eftir að hún var kosin leiðtogi Kongressflokksins. Með henni í för eru nokkrir framámenn úr indverskum stjórnmálum meðal annars dr. Manomar Singh, fyrrverandi fjármálaráðherra og Natwar Singh, fyrrverandi utanríkisráðherra.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar