Árni, Pétur Már og Böðvar Bjarki

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Árni, Pétur Már og Böðvar Bjarki

Kaupa Í körfu

Í KVÖLD og næstu kvöld kl. 22.30 sýnir Filmundur þrjár hentumyndir. Þetta er ný tegund kvikmynda, fundin upp á Íslandi. Þar er beitt þeirri aðferð að setja raunverulega atburði í óvenjulegt samhengi og fá þannig nýja sýn á lífið. Fyrsta myndin sem sýnd verður er Kyrr eftir Árna Sveinsson. Önnur myndin heitir Friður en leikstjóri hennar er Pétur Már Gunnarsson. Þriðja myndin nefnist Lúðrasveit og brú og höfundur hennar er Böðvar Bjarki Pétursson. Myndatexti: Árni, Pétur Már og Böðvar Bjarki gera skemmtilegar myndir og ófyrirsjáanlegar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar