Lögreglan blaðamannafundur

Sverrir Vilhelmsson

Lögreglan blaðamannafundur

Kaupa Í körfu

Slysalaus dagur í umferðinni verður á morgun, fimmtudag, á höfuðborgarsvæðinu. Lögreglan í Reykjavík mun í samvinnu við Reykjavíkurborg, Mosfellsbæ og Seltjarnarnesbæ, standa fyrir samskonar umferðarátaki og borgarbúar tóku þátt í 24. ágúst í fyrra. Markmið átaksins er að ökumenn taki höndum saman og geri 23. ágúst að slysalausum degi í umferðinni, eins og segir í fréttatilkynningu frá lögreglunni. Myndatexti: Geir Jón Þórisson yfirlögregluþjónn leggur áherslu á að það er ökumanna að skapa örugga umferð með því að virða lög og reglur og taka tillit til annarra í umferðinni. Karl Steinar Valsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hlýðir með athygli á.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar