Menntaskólinn í Reykjavík

Sverrir Vilhelmsson

Menntaskólinn í Reykjavík

Kaupa Í körfu

mbl.is Gagnasafn Grein Föstudaginn 24. ágúst, 2001 - Innlendar fréttir Hefja nám í MR BRYNJA Ragnarsdóttir, Arnar Freyr Sigmundsson og Arnar Már Magnússon röltu glöð í bragði niður tröppur Menntaskólans í Reykjavík eftir skólasetninguna í gær. Morgunblaðið/Sverrir BRYNJA Ragnarsdóttir, Arnar Freyr Sigmundsson og Arnar Már Magnússon röltu glöð í bragði niður tröppur Menntaskólans í Reykjavík eftir skólasetninguna í gær. Það er ekki á hverjum degi sem fólk hefur nám í framhaldsskóla, en þau félagarnir eru einmitt að byrja í 3. bekk og óhætt er að fullyrða að spennandi tímar séu framundan. Framhaldsskólarnir eru settir hver af öðrum þessa dagana og má því víða sjá framhaldsskólanema bera saman stundaskrár eða í biðröðum við skiptibókamarkaðina. Samkvæmt upplýsingum frá menntamálaráðuneytinu höfðu þegar í byrjun ágúst 16.940 nemendur staðfest skólavist sína komandi vetur í framhaldsskólum landsins, þar af um 4.200 nýnemar. Sambærilegar tölur frá því í fyrra eru ekki til í ráðuneytinu, en ef miðað er við tölur Hagstofu Íslands frá síðasta ári má gera ráð fyrir að nemendafjöldi sé áþekkur á milli ára.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar