Opnuð var fjöldahjálparstöð á vegum Rauða kross Íslands

Þorkell

Opnuð var fjöldahjálparstöð á vegum Rauða kross Íslands

Kaupa Í körfu

Fjöldahjálparstöð opnuð OPNUÐ var fjöldahjálparstöð á vegum Rauða kross Íslands fyrir ferðamenn á leið til Bandaríkjanna í húsnæði Reykjavíkurdeildar við Hverfisgötu. Var ferðamönnum veitt aðstoð og þar sem ekki var flogið til Bandaríkjanna í gær var nokkrum útveguð gisting og fæði. Hannes Birgir Hjálmarsson, markaðsstjóri RKÍ, tjáði Morgunblaðinu að fulltrúar Rauða krossins hefðu rætt við ferðamennina í gær á hótelum í borginni og boðið þeim aðstoð, m.a. áfallahjálp. Sigurveig Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri Reykavíkurdeildarinnar, sagði að nokkrir farþegar hefðu þegið aðstoð en aðeins hefði þurft að sjá fimm farþegum fyrir gistingu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar