Umferðarmál

Umferðarmál

Kaupa Í körfu

Matts Henning, Rune Andréasson, Lennart Lindblad og Ólafur Ólafsson ræddu umferðarmál á Norðurlöndum. ÞÁTTUR og samspil manns, bifreiðar og vegar í umferðarslysum var til umræðu á fundi hóps norrænna lækna og tæknisérfræðinga er hittist árlega til skrafs og ráðagerða um umferð og umferðaröryggi. Í ár var fundurinn haldinn hér á landi og til hans boðið fulltrúum lögreglu og Umferðarráðs. Ólafur Ólafsson, fyrrverandi landlæknir, er einn meðlima hópsins en allir meðlimir hans hafa látið af störfum sökum aldurs. "Við erum hópur manna sem láta sig umferð og umferðaröryggi varða," segir Ólafur. "Að þessu sinni var yfirskrift fundarins bílbelti og framtíðin en mun fleira var þó rætt."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar