Alþjóðlegur geðheilbrigðisdagur

Jim Smart

Alþjóðlegur geðheilbrigðisdagur

Kaupa Í körfu

Geðslegur dagur í miðbænum UNGIR sem aldnir er láta sig geðheilbrigði varða, gengu fylktu liði frá Hlemmi niður Laugaveginn að Ingólfstorgi á laugardaginn. Tilefnið var "geðslegur dagur" sem var rúsínan í pylsuenda dagskrár í tengslum við alþjóða geðheilbrigðisdaginn sem var síðasta miðvikudag. Lúðrasveit verkalýðsins fór í broddi fylkingarinnar en á Ingólfstorgi var haldin fjölskylduhátíð þar sem hin ýmsu geðheilbrigðissamtök kynntu starfsemi sína. Að auki var boðið upp á ýmis skemmtiatriði á geðslegum degi og fjölmenntu tónlistarunnendur að veitingastaðnum Gauki á Stöng þar sem blásið var til heljarinnar tónlistarveislu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar