Kirkjusandur rifinn

Rax /Ragnar Axelsson

Kirkjusandur rifinn

Kaupa Í körfu

ÞESSA dagana eru framkvæmdir hafnar við niðurrif þeirra húsa sem lengst af hýstu afurðasölu Sambands íslenskra samvinnufélaga við Kirkjusand í Reykjavík. Þar hyggjast Íslenskir aðalverktakar reisa tvö fjölbýlishús á næstunni. Rúnar Ágúst Jónsson, verkefnisstjóri hjá ÍAV, sagði í samtali við Morgunblaðið að ef allt gengi að óskum væri hægt að hefja uppslátt strax í næstu viku. Hann býst við að lokið verði við að rífa gömlu afurðasöluna fyrir áramót en nú er verið að vinna að því að rífa helminginn af fyrrverandi húsum Sambandsins til að rýma til fyrir byggingadeildinni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar