Ólafur Ragnar Grímsson heimsækir Geysi

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Ólafur Ragnar Grímsson heimsækir Geysi

Kaupa Í körfu

Forseti Íslands heimsækir Klúbbinn Geysi FORSETI Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, heimsótti í gær Klúbbinn Geysi í húsnæði samtakanna á Ægisgötu 7 og ræddi þar við klúbbfélaga og kynnti sér starfsemina sem þar fer fram. Klúbburinn Geysir er vettvangur einstaklinga sem eiga við geðræn veikindi að stríða og var stofnaður hér á landi árið 1997 en starfsemin hófst af alvöru tveimur árum seinna. Frá þeim tíma hafa samtökin stækkað hratt og eru nú um 80 virkir félagar í klúbbnum, sem er hluti alþjóðahreyfingarinnar Fountain House MYNDATEXTI. Forseti Íslands tekur við nýjasta tölublaði af málgagni Klúbbsins Geysis úr hendi Önnu Valdemarsdóttur og Ólínu Huldu Guðmundsdóttur.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar