Ömmukaffi KFUM/K opnar

Golli / Kjartan Þorbjörnsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Ömmukaffi KFUM/K opnar

Kaupa Í körfu

OPNAÐ hefur verið nýtt kaffihús í Reykjavík, Ömmukaffi, sem er til húsa í Austurstræti 20. Húsnæðið er í eigu KFUM og K og þar er einnig aðsetur miðborgarstarfs félaganna og miðborgarprests, prests nýbúa og fangaprests svo nokkuð sé nefnt. Ömmukaffi er reyklaust og áfengislaust kaffihús og opið alla virka daga. Á fimmtudagskvöldum verður boðið upp á lifandi tónlist og uppbyggjandi andrúmsloft sem einkum er ætlað fólki á aldrinum 16 til 20 ára. Karl Sigurbjörnsson, biskup Íslands, flutti húsblessun er kaffihúsið var opnað, Guðrún Gísladóttir, forstjóri Grundar, og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri fluttu ávarp.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar