4x4 sýningin í Laugardalshöll

4x4 sýningin í Laugardalshöll

Kaupa Í körfu

Jeppasýning 4x4 FJÖLDI mikið breyttra jeppa var sýndur á jeppasýningu Ferðaklúbbsins 4x4 í Laugardalshöll í síðustu viku. Allir helstu jeppar landsins voru þar samankomnir en lítil aðsókn olli engu að síður skipuleggjendum sýningarinnar vonbrigðum. MYNDATEXTI: Þessir tveir öflugu pallbílar voru sýndir hlið við hlið. Sá lengra frá á myndinni er Jeep Comanche árgerð 1988-2001 með Chevrolet 350 vél, 360 hestafla. Hann er sjálfskiptur með milligír frá Rennismiðju Ægis. Framhásing er úr Land Cruiser en afturhásing úr Ford. Hann er með úrhleypingarbúnaði út í hjól. Eigandi er Karl L. Jóhannsson. Sá nær á myndinni er Topyota Hilux 1988 með Buick 455 vél, 350 hestafla og 698 Nm togi. Hann er sjálfskipotur með gormum að framan og aftan. Undirvagn og yfirbygging hefur verið hækkuð og til að létta bílinn er hann með álpall og plasthúdd. Eigendur eru Davíð Ólafsson og Svava Hrafnsdóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar