Indlandsmót

Einar Falur Ingólfsson

Indlandsmót

Kaupa Í körfu

Cochin, Kerala, Indland, 11. janúar 2001. Eftir morgunverð í borginni Cochin, fór knattspyrnulandsliðið í gönguferð eftir gangstíg sem liggur meðfram strönd borgarinnar við Arabíuhafið. Hér ganga Ólafur Örn Bjarnason, Sævar Þór Gíslason og Gylfi Einarsson með pílagrímum frá suður Indlandi, en Gylfi og Indriði Sigurðsson komu til Kochi rétt fyrir gönguferð, eftir langa og stranga ferð frá Noregi. Þjálfari liðs þeirra, Lilleström, vildi að þeir léku æfingaleik með liðinu og því lögðu þeir síðar upp en aðrir landsliðsmenn. Íslendingar leika fyrsta leik sinn í Þúsaldarmótinu í dag, við Uruguay, og hefst hann klukkan 12 á hádegi að íslenskum tíma.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar