Snafu

Snafu

Kaupa Í körfu

Snafu í örri þróun HARÐKJARNASKÍFUM fjölgar í takt við aukinn áhuga á tónlistinni og fjölgandi flytjendur. Snafu heitir hljómsveit sem vakið hefur athygli fyrir spilamennsku og nú gefst kostur á að heyra í sveitinni á plasti því harðkjarnaútgáfan sendi frá sér fyrstu skífuna fyrir skemmstu, plötu Snafu sem heitir Anger is Not Enough. Snafu-félagar eru þeir Sigurður Oddsson söngvari, Gunnar Þór Jónsson bassaleikari, Martin Davíð Jensen trommuleikari, Ingi Þór Pálsson gítarleikari og Eiður Steindórsson gítarleikari en segja má að sveitin hafi orðið til þegar þeir Gunnar, Martin, Ingi Þór og Eiður byrjuðu að æfa saman fyrir rétt rúmu ári. Sigurður slóst svo í hópinn í janúar á þessu ári og kom með nafnið með sér að því þeir segja. ENGINN MYNDATEXTI. mynd kom ekki

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar