Eldur kviknaði í Lundi við Nýbýlaveg í Kópavogi

Morgunblaðið/Júlíus

Eldur kviknaði í Lundi við Nýbýlaveg í Kópavogi

Kaupa Í körfu

ALLT tiltækt lið Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins var kallað út snemma í gærkvöld þegar eldur kom upp í gömlu húsi við bæinn Lund í Kópavogi neðan við Nýbýlaveg. Eldurinn logaði glatt um tíma og barst mikill reykur yfir Hafnarfjarðarveg og út yfir voginn. Eldurinn kom upp í gömlu húsi sem fyrirtækið Litbolti, Paintball ehf., var með aðsetur í. Óttuðust menn um tíma að eldurinn bærist í stóra skemmu sem áföst er húsinu en greiðlega gekk að slökkva hann. Ekki er vitað um tildrög eldsins en viðbyggingin er talin ónýt. Einnig er ljóst að nokkurt tjón varð á innanstokksmunum en tækin sem notuð eru til að leika litbolta eru talsvert dýr.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar