MBL0000525.jpg

Þorkell Þorkelsson

MBL0000525.jpg

Kaupa Í körfu

keli-34 HELDUR er tómlegt um að litast á ríkismarkaðnum. Þar hittir ljósmyndari Rosu Arteaga sem er fædd og uppalin í Bandaríkjunum og fluttist til Kúbu á unglingsárunum. Hún er prófessor í íþróttaháskóla í Havana og eru launin svo lág að hún fær senda peninga frá ættingjum sínum í Bandaríkjunum til að framfleyta sér. Á markaðnum gilda skömmtunarseðlar sem fólk fær úthlutað í hverjum mánuði upp á 3 pund af matarolíu, 1 brauðhleif á dag, 20 pund af hrísgrjónum fyrir fjögurra manna fjölskyldu og 4,5 pund af fiski. Ekki hafði fengist fiskur í fjóra mánuði. Þrátt fyrir kröpp lífskjör gat Rosa ekki hugsað sér að flytjast brott frá Kúbu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar