Bifröst

Bifröst

Kaupa Í körfu

Framkvæmdir eru að hefjast við nýtt skólahús við Viðskiptaháskólann í Bifröst í Borgarfirði. Björn Bjarnason menntamálaráðherra tók fyrstu skóflustunguna í gær. Ráðgert er að taka húsið í notkun í ágúst á næsta ári fyrir upphaf næsta skólaárs. Áætlaður kostnaður er um 200 milljónir króna. Myndatexti: Björn Bjarnason menntamálaráðherra tók léttilega fyrstu skóflustunguna með öflugri beltagröfu. Hafði hann sér til fulltingis Óskar Finnsson gröfustjóra

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar