Fuglabjörgun

Ásdís Ásgeirsdóttir
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Fuglabjörgun

Kaupa Í körfu

Helgi E. Helgason fréttamaður og kona hans Ásdís Ásmundsdóttir tóku að sér að fóstra tvo litla fugla, þau Tomma og Snæfríði, fyrir barnabarn sitt sem brá sér í útilegu. Þegar þau opnuðu búrið til að hreinsa það kom svolítið óvænt upp á, annar fuglanna slapp út, flaug beint út á svalir og hvarf. Slökkviliðið aðstoðaði Helga við að ná fuglinum aftur. Snæfríður skammaði Tomma ógurlega fyrir að stinga svona af og rifust fuglarnir hástöfum fyrst um sinn. En henni rann fljótt reiðin og sungu þá fuglarnir ofursætt af ánægju yfir að vera saman á ný. Fuglafóstrurnar Helgi og Ásdís voru fegnari en orð fá lýst yfir þessum ánægjulegu leikslokum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar