Sund í Hveragerði

Þorkell Þorkelsson

Sund í Hveragerði

Kaupa Í körfu

Meistaramót Íslands í sundi í Hveragerði. MÖRGUM brá í brún þegar kanína birtist á sundlaugarsvæðinu og enn lyftist brúnin þegar kanínan byrjaði að hvetja sundfólkið í Ægi en þegar sama vera fór að gera mjólkursýrupróf á sundfólki Ægis fór hakan að síga verulega á sumum áhorfendum. Þegar nánar var að gáð reyndist þetta vera Ragnar Friðbjarnarson, sjúkraþjálfari hjá Ægi, en hann hafði verið í barnaafmæli í Hveragerði og brá sér síðan upp í sundlaug í afmælisgallanum. Innkoman hleypti lífi í fólkið sem þó var fyrir vel með á nótunum. Ragnar tekur hér blóð fyrir mjólkursýrupróf úr Jakobi Jóhanni Sveinssyni.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar