Mýrdalsjökull

Rax / Ragnar Axelsson
Fleiri myndir eftir ljósmyndara »

Mýrdalsjökull

Kaupa Í körfu

Aukin jarðhitavirkni víða á Mýrdalsjökli gæti leitt til vatnssöfnunar Níu sigkatlar hafa myndast á jöklinum NÝIR sigkatlar hafa myndast í norðanverðum Mýrdalsjökli og segir Helgi Björnsson jöklafræðingur greinilegt að um aukna jarðhitavirkni sé að ræða undir jöklinum, bæði aukinn styrk þar sem jarðhiti var fyrir auk þess sem virkni sé á nýjum stöðum. Hann segir mikilvægt að fylgjast vel með yfirborði jökulsins og útilokar ekki þann möguleika að breytingar í sigi jökulsins leiði til þess að vatn taki að safnast fyrir í öskjunni sem er undir Mýrdalsjökli. Ef slíkt gerðist stafaði mun meiri hætta af jöklinum en ef bræðsluvatn rynni jafnóðum fram. MYNDATEXTI: Horft til suður yfir Kötlu þar sem þrír gamlir sigkatlar sjást sem hafa dýpkað og sprungið síðustu daga

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar