Adem Gasi

Þorkell Þorkelsson

Adem Gasi

Kaupa Í körfu

GASI fór á fund Sólveigar Pétursdóttur dómsmálaráðherra fyrr í mánuðinum. Viðræður þeirra segir Gasi hafa verið mjög gagnlegar og íslenskt dómskerfi telur hann geta orðið öðrum ríkjum til eftirbreytni. (ADEM Gasi er 55 ára Kosovo-Albani sem flúði frá Kosovo 28. mars síðastliðinn og kom hingað til Íslands ásamt eiginkonu sinni 4. maí. Gasi er fæddur og uppalinn í Lazic, sem er lítið þorp í nágrenni Klína, vestur af Pristína, héraðshöfuðborg Kosovo. Foreldrar hans voru bændur en auk Gasis áttu þau eina dóttur. Gasi sleit barnsskónum í Lazic þar sem hann gekk í barnaskóla en í Djakovica stundaði hann framhaldsnám. Gasi útskrifaðist svo með lögfræðipróf úr háskólanum í Pristína. Frá árinu 1991 hefur hann starfað með Kristilega demókrataflokknum í Kosovo sem framkvæmdastjóri flokksins og hefur hann setið fyrir flokkinn á hinu óformlega þingi í Kosovo frá árinu 1992. Um 50.000 meðlimir eru í Kristilega demókrataflokknum í Kosovo)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar