Bílaleigan Geysir

Halldór Kolbeins

Bílaleigan Geysir

Kaupa Í körfu

Vélsleðaferðir á jökla Íslands njóta sívaxandi vinsælda og þykja allt að því ómissandi hluti af ferð um landið. Ekki leggja þó allir í slíka ævintýramennsku og þá getur verið gott að vita af þessum bíl sem fyrirtækið Geysir-vélsleðaferðir hefur nú tekið í notkun til ferða á Langjökul. Að sögn Garðars K. Vilhjálmssonar, framkvæmdastjóra Geysis-vélsleðaferða, er hér um 8 hjóla MAN-bíl að ræða, sem mun hafa verið notaður sem eldflaugaskotpallur í Þýskalandi á síðustu dögum kalda stríðsins. Þeir Geysismenn hafa hins vegar skipt eldflaugapallinum út fyrir sérstakt búr fyrir farþega, en alls komast 50 í hverja ferð.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar