Jarðgufuvirkjun

Jim Smart

Jarðgufuvirkjun

Kaupa Í körfu

Stofnun einkahlutafélags um jarðgufuvirkjun við Hveragerði RARIK, Hveragerðisbær og Ölfuss hafa undirritað samning um stofnun einkahlutafélags um jarðgufuvirkjun í Grensdal skammt frá Hveragerði og hefur félagið hlotið nafnið Sunnlensk Orka ehf. RARIK mun eiga um 90% í hinu nýja félagi en sveitarfélögin samanlagt 10% hlut, með möguleika á að auka hlut sinn í 25% síðar, samkvæmt hluthafasamningi. Sigurður Þráinsson, stjórnarmaður í eignarhaldsfélagi Hveragerðis og Ölfuss, Gísli Páll Pálsson, forseti bæjarstjórnar Hveragerðis, og Kristján Jónsson, forstjóri RARIK, við stofnun Sunnlenskrar orku ehf. á miðvikudag.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar